Project Description

Ljósaskilti eru til í margvíslegum útfærslum og notast ýmist við flúorperur, neonperur eða ljósdíóður sem ljósgjafa.

Díóðuskiltin eru ein vinsælasta gerð upplýstra skilta í dag bæði í fram- og baklýsingu. Lág orkuþörf, góð ending og miklir litamöguleikar ásamt smæð eininga gera díóðurnar að fyrirtaks ljósgjafa í hverskyns skilti . Díóðurnar koma í fjölmörgum litum en einnig sem svokallaðar RGB díóður sem gefa kost á því að blanda þann lit sem óskað er eftir ásamt því að skipta milli lita eftir forritaðri uppskrift.

Sjáðu hér að neðan hinar ýmsu gerðir skiltalausna sem í boði eru!

-Ljósakassi-

Ljósakassar eru góð lausn þegar lýsa á upp heila fleti. Prentaður flöturinn, sem glóir(framlýst), gefur kost a að allt litrófið sé nýtt og að jafnvel hin minnstu smáatriði fái að njóta sín. Þessi lausn er einfaldari í framkvæmd en flestar aðrar gerðir skilta og er því hagkvæmari lausn ásamt því að vera sveigjanlegri þegar kemur að því að breyta þeirri grafíkinni. Kassi er smíðaður úr áli þar sem ljósgjafa er komið fyrir. Framflötur er ýmist úr áprentuðum segldúk eða taui eða úr ljósaplasti sem sett er á límfilma með útprentaðri eða útskorinni grafík.

-Útfræst baklýst-

Útfræstir stafir og lógó er vinsæl lausn. Helstu efnin sem fræst er úr eru PVC(6,10 og 19mm) – ál(2 – 10mm) og akrílplast (3-20mm) Efnin eru síðan sprautulökkuð í tilætluðum lit. Álið er einnig hægt að rafrynja eða dufthúða sem hefur sterka og góða endingu. Baklýstir stafir gefa eftirtektarverðan effekt þar sem ljósdíóðum er haganlega komið fyrir í innfræstri rauf á aftanverðum stöfunum. Ljósið lýsir þá aftan úr stöfunum og lýsir upp þann flöt sem stafirnir eru festir á. Stafnirnir geta ýmist verið festir beint á vegg, á plötu og/eða kontúru (töppum).

-Framlýst-

Framlýst skilti eru úr áli sem er mótað í að form sem unnið er með. Framhliðin er fræst úr 10mm þykku akrílplasti á þann hátt að framflöturinn leggst yfir og ekur brúnir álrammans. Útkoman er sú að allur framflötur skiltisins er upplýstur sem gefur einkar nákvæman og fínlegan frágang þar sem enginn gjörð eða
rammi liggur utan um framflötinn. Með að þekja miðju formsins með filmu er hægt að kalla fram skemmtilega útkomu þar sem útlínur formsins glóa lýkt og um útlínað neonskilti væri að ræða.